146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

kosningar til sveitarstjórna.

190. mál
[23:09]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þakkirnar. Það kann vel að vera að þó svo að við höfum okkar skoðanir eða spár um hvað muni gerast í kjölfarið er það það fallega við lýðræðið að við vitum það ekki. Kannski gerist það að einhvers konar fönk-listar spretta upp út um allt land. Kannski gæti það verið það sem þarf. Það var einhvern tímann þannig, og má að einhverju leyti bera það saman, að annar hópur fékk kosningarrétt, konur, og þá þurfti sérstakt framboð til að laga þá skekkju sem myndast hafði í þá veru. Ég mælist hvorki til þess né gegn því. Lýðræðið er svo fallegt, það mun hafa sinn gang. Ég vil bara gera eitthvað gott úr þessu, ef þetta frumvarp verður að veruleika, sem ég vona að verði.