146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands.

331. mál
[23:47]
Horfa

Flm. (Einar Brynjólfsson) (P) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni andsvar í annað sinn. Ég verð að segja það stutt og laggott að þetta er ein sú besta hugmynd sem ég hef heyrt í langan tíma. Við skulum gera það, gerum þetta að reglubundnum viðburði, lítum yfir farinn veg, rífum upp gamlar skýrslur. Ég er sagnfræðingur að mennt og ég sé að hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé er sáttur við þetta vinnulag. En já, við ættum að sjálfsögðu að gera það.