146. löggjafarþing — 62. fundur,  3. maí 2017.

landmælingar og grunnkortagerð.

389. mál
[17:42]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Andrési Inga Jónssyni ræðuna. Mér sýnist reyndar að hér gæti örlítils misskilnings. Þegar ég talaði um að þetta væri ekki pólitískt mál í eðli sínu átti ég við þessar litlu breytingar sem verið er að gera núna. Ég er sammála honum um það að á sínum tíma var sú breyting sem varð á eðli starfa og hlutverks Landmælinga Íslands veruleg og hún var mjög pólitísk.

Hv. þingmaður taldi sjálfur upp fjölda nýsköpunarverkefna og jákvæðra framfara sem orðið hefðu fyrir tilstuðlan þessa opna aðgengis. Ég spyr því hvort ekki megi segja að áhyggjur og viðvörunarorð fyrrverandi þingmanna, sem hann vitnaði í hér áðan, hafi einfaldlega verið óþörf. Þau hafa ekki ræst að neinu marki, eða hvað?