146. löggjafarþing — 62. fundur,  3. maí 2017.

landgræðsla.

406. mál
[18:45]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Því er auðsvarað. Við lítum ekki þannig á málið að með þessari grein eigi Landgræðslan, sem áður var Sandgræðslan, allt landið sem þau hafa haft á sinni könnu og eigi þá forkaupsrétt, ef ég skildi hv. þingmann rétt. Það er ekki þannig.

En það er vissulega rétt að það hafa verið uppi deilur um þessi mál úr fortíðinni þar sem Sandgræðslan tók yfir land og svo hafa eigendur viljað fá það til baka. Þau mál eru ekki mörg, held ég, en þau hafa fengið og munu áfram fá rétta málsmeðferð fyrir dómi.