146. löggjafarþing — 62. fundur,  3. maí 2017.

landgræðsla.

406. mál
[19:08]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er eiginlega hálf miður mín yfir þessu upphlaupi hv. þingmanns út af innsláttarvillu á einum stað í sitt hvoru frumvarpinu. Ég vona að það sé ekki of mikil vinna fyrir hv. umhverfis- og samgöngunefnd að laga það. Annað í máli hv. þingmanns snerist um stofnanir ráðuneytisins og um sameiningar stofnana en ekki innihald frumvarpsins. Ég ætla að fjalla um það á öðrum vettvangi en hér þegar við erum að ræða um þetta frumvarp. Hv. umhverfis- og samgöngunefnd þarf alls ekki að horfa í gegnum fingur sér með þessa innsláttarvillu, en hún má svo sannarlega athuga hvort hún geti leiðrétt hana.