146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar.

[10:48]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Það er ekki skrýtið að þingmönnum blöskri þessi vinnubrögð en því miður þekkjum við þau af hálfu Sjálfstæðisflokksins, okkur eru þau ekki ókunn. Hæstv. ráðherra hefur stundað þessi vinnubrögð lengi, nú sem menntamálaráðherra og áður sem heilbrigðisráðherra, að vinna bak við tjöldin að sameiningu og vinna að því að færa atvinnulífinu í hendur opinberan framhaldsskóla. Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt. Það er ekki skrýtið að stjórnarmeirihlutinn sitji hnípinn undir þessari umræðu vegna þess að þetta er þingræðinu til skammar, að framkvæmdarvaldið vaði svona á skítugum skónum yfir þingið og það eigi bara að segja hallelúja. Við getum ekki sætt okkur við þessi vinnubrögð. Þetta mál verður að koma inn til þingsins. Við höfum horft upp á það að það hefur verið unnið bak við tjöldin; stytting framhaldsskólans, 25 ára reglan og annað því um líkt, Klíníkin.(Forseti hringir.) Við verðum að segja: Hingað og ekki lengra.