146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar.

[11:09]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Frú forseti. Það er gott að við höfum þó útvarp til þess að frétta af jafn örlagaríkum atburðum og þessum. Framferði ráðherra ber vitni um röng og ég kalla það hættuleg vinnubrögð. Ég hef horft hér yfir salinn. Mér sýnist hæstv. ráðherrar Viðreisnar ekki vera mjög upplitsdjarfir. Það segir okkur kannski töluvert um hvað er í gangi. Það sama má segja um þingmenn, þingmenn Bjartrar framtíðar sem þegja, þingmenn Viðreisnar sem þegja. Mig langar að spyrja hv. formann allsherjar- og menntamálanefndar: Hvað varðandi menntamál á ekki að koma fyrir Alþingi?

Þingræðið er dýrmætt. Það er auðvelt að grafa undan því með svona vinnubrögðum. Við heimtum annars konar vinnulag. Ég lít svo á að forsætisráðherra, sem er verkstjóri ríkisstjórnarinnar, eigi að koma hingað í dag og vera til svars.