146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar.

[11:15]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Það mætti auðvitað telja að hér bíði þingmenn í ofvæni eftir að ég blessi þessa meintu jarðarför sem þeir boða yfir menntakerfinu með þessum hræðilega einkarekstri. Nei, það ætla ég ekki að gera. Mér finnst bara mjög merkilegt að hér séu þingmenn, sem segjast nú oft vera kyndilberar Listaháskóla Íslands, sem er einkarekinn skóli, (Gripið fram í: Fjársvelti.) sem tala svona um einkarekstur (Gripið fram í.) og eiga sumir börn í einkareknum skólum.