146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

verklag við fjámálaáætlun.

[12:01]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vil taka undir með þingflokksformanni Pírata. Það er mjög óþægilegt að hafa ekki skýrar verklagsreglur. Við þingmenn, í það minnsta þingmenn minni hlutans, erum mjög uggandi yfir fjármálaáætluninni og skorti á upplýsingum sem við upplifum að sé viðurkennt verklag á Alþingi. Það er óþolandi að við séum hér að fara inn í einhvern ramma sem mjög erfitt er að breyta án þess að hafa viðhlítandi upplýsingar til að geta tekið upplýsta ákvörðun.

Því óska ég eftir að forseti fundi með formönnum nefnda og það komi mjög skýr skilaboð um hvenær beri að skila sérálitunum og hvernig standa eigi að þessari vinnu þannig að það verði — ja, það verða alveg örugglega hnökrar, en forseti getur komist hjá ónauðsynlegum hnökrum með því að koma hér á skýru verklagi.