146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

217. mál
[12:13]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Nú hefur einmitt verið rakið að það er spurning hvort þetta mál standist ákvæði stjórnarskrár. Ég lít samt svo á að það sé til bóta. Frumvarpið snýst um mikið og bætt regluverk um fjármálastarfsemi og eftirlit með henni. En þetta mál undirstrikar enn einu sinni nauðsyn þess að við klárum að taka upp þá stjórnarskrá sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu til þess einmitt að svona stjórnskipuleg atriði, um hvort það sé yfir höfuð heimilt og löglegt að framselja valdheimildir til erlendra stofnana, sé löglegt. Við verðum að fá það á hreint.

Í millitíðinni er búið að framselja valdheimildir svo oft á svo marga vegu á Alþingi að það er bara svo komið að ekki er lengur hægt að bjarga núverandi stjórnarskrá. Henni verður bara ekki bjargað. Við munum samþykkja þetta að sinni en hvetjum eindregið til þess að stjórnarskrármálið verið tekið upp aftur.