146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

utanríkis- og alþjóðamál.

480. mál
[13:25]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil árétta það að uppi er skýr krafa meðal margra stjórnmálamanna og meðal almennings um að leiða til lykta spurninguna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta hefur verið vitað og hefur staðið lengi. Maður spyr sig þá: Er allt þetta fólk í viðjum? Þá finnst mér það mjög mikil einföldun að tala um viðskiptamál eingöngu í þessu sambandi. Aðild að Evrópusambandinu er stórpólitískt mál. Það varðar mjög mikla hagsmuni og að ætla að smætta það niður í ágreining um viðskiptastefnu Íslands finnst mér algjörlega fráleitt af hæstv. ráðherra.