146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

utanríkis- og alþjóðamál.

480. mál
[18:06]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gott að hæstv. ráðherra hefur jákvætt viðhorf til andsvara minna.

Mig langar að spyrja hv. þingmann, í kjölfar þeirra orðaskipta sem urðu milli hennar sem formanns hv. utanríkismálanefndar og hæstv. utanríkisráðherra áðan, hvort sú framtíðarsýn sem lýst er í skýrslunni samræmist þeim gildum og því sem Viðreisn stendur fyrir. Það sem kom fram í andsvörum fyrr í dag voru náttúrlega mjög stórar spurningar og mjög stór álitamál sem ríkisstjórnarflokkarnir virtust ekki vera með heila línu í.

Ef þetta plagg, sér í lagi Evrópumálin, lýsir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar, er hv. þingmaður þá í raun sammála því viðhorfi sem er hér, þótt vissulega megi þingmenn og flokka greina á um það? Ég tel að það sé heilbrigt að eiga í skoðanaskiptum, en mér sýnist vera of langt á milli hv. formanns utanríkismálanefndar og hæstv. utanríkisráðherra.