146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

beiðni um að þingmenn dragi mál til baka.

[13:43]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Maður veit ekki alveg hvað maður á að segja. Við erum á Alþingi Íslendinga og í mikilvægri nefnd eins og atvinnuveganefnd og þá fer forystan fram á það að stjórnarandstaðan dragi til baka mál sín á meðan einhver nefnd á vegum hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er að ræða málin. Hvaðan kemur þetta? Þetta er svo mikið endemis bull að það hlustar enginn á svona vitleysu. En það er auðvitað rétt að benda á þetta og vara við því þegar vegið er hreinlega að lýðræðinu með þessum hætti. Þetta er rosalegt bull.