146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

fjármálaáætlun og nýting skattfjár.

[14:03]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Ég verð að hryggja hv. þingmann með því að þegar ég kinkaði kolli var ég að kinka kolli við því hver spurningin væri en ekki því að ég hefði aðgang að þessum gögnum, sundurliðuðum úr einstökum ráðuneytum. (Gripið fram í.) Ég hef ekki þessi gögn og í sjálfu sér ef við förum að skipa fyrir um það þá erum við svolítið að skemma ferlið með fjármálaáætlun af því að þar erum við að tala um hinn breiða ramma. En við vitum auðvitað hvernig fénu hefur verið varið til þessa. Það vita allir nokkurn veginn í hvað fjárlög fara. (Gripið fram í.) Ha? (Gripið fram í.)

(Forseti (UBK): Forseti tekur fram að það er sá þingmaður eða ráðherra sem stendur í ræðustól Alþingis sem hefur orðið og hvetur þingmenn til að virða þá reglu.)

Já, ég þakka forseta fyrir það. Ég tel að það sé í raun og veru verið að spilla fyrir hugmyndafræðinni bak við þetta ef við förum að hugsa þetta sem einstakar fjárveitingar á þessu stigi málsins, svo ég svari spurningu hv. þingmanns.