146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

skipulag haf- og strandsvæða.

408. mál
[18:07]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér stendur í 2. gr. mjög skýrt:

„Lög þessi ná til haf- og strandsvæða frá línu sem afmörkuð er 30 m landmegin við meðalstórstraumsflóð út að ytri mörkum efnahagslögunnar.“

Sem þýðir væntanlega landmegin, þeim megin, og þar af leiðandi frá stórstraumsfjöru og upp í land. Ekki nema ég skilji ekki landafræði. Það er einfaldlega þetta neitunarvald í þessu sem er mjög skrýtið fyrir mér.