146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

505. mál
[18:55]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að skýra þetta. Mig langar þá að spyrja hæstv. ráðherra að tvennu. Hér kemur fram að í raun hafi ekki komið margar beiðnir um að nýta sér þá litlu heimild sem er til staðar. Er það mat hæstv. ráðherra og ráðuneytisins að þessi rýmkun á heimildinni verði til þess að þessir eigendur losi um þessar krónur og fari með þær annað? Er eftirspurn eftir rýmkun heimildarinnar? skulum við segja. Hæstv. ráðherra vísaði hér til álits AGS en kannski ekki til þess hvort eftirspurnin væri fyrir hendi. Getur ráðherra upplýst okkur um það?

Síðan um næstu skref, hvað varðar aðrar aflandskrónueignir. Hvenær megum við eiga von á því að slík skref verði stigin? Það er eitthvað sem við megum eiga von á frekari tíðindum af á næstunni.