146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

um fundarstjórn.

[19:27]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Frú forseti. Hér síðdegis var ég einn þeirra 40 þingmanna sem samþykktu afbrigði um þau dagskrármál sem nú ætti með réttu að taka fyrir. Ég gerði það á þeim forsendum að við værum hér að hleypa þeim að til að ráðherra gæti stigið í pontu og mælt fyrir þeim, ekki til að ráðherra gæti komið einhvern tímann eftir dúk og disk. Mér finnst ég hafa verið blekktur til að samþykkja þetta, eins og hinir 39 þingmennirnir sem studdu þetta. Þar sem ég lít í kringum mig í salnum sé ég ekki alla þá 39 þingmenn sem studdu þessa tilhögun kvöldfundarins. Hvar eru þeir núna? Hvar er ráðherrann? Hvar er fólkið sem samþykkti að hér væri fundur um dagskrá sem á síðan ekki að standa við?