146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

um fundarstjórn.

[19:31]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Það er aðkallandi vandi á íslenskum vinnumarkaði. Við horfðum síðast á það í fréttum í gær hvernig erlend rútufyrirtæki eru að leggja undir sig ferðamannabransann með félagslegum undirboðum, allt að 50% lægri laun og taxtar. Þetta er alvörumál. Ráðherrann hefur haft uppi fögur orð um að dagskrármálið hér, sem er nr. 13, sé til þess að bregðast við þessum vanda, meðal annars. Þetta er mikilvægt mál og þess vegna held ég og vil fullyrða að menn hafi sýnt hér mikla sanngirni í góðri trú í dag og samþykkt að taka þetta mál á dagskrá vegna mikilvægis þess. En ef það er ekki mikilvægara en þetta fyrir ráðherrann, frú forseti, veit ég ekki hvar við erum stödd á þessu háa Alþingi.