146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

um fundarstjórn.

[19:40]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Hæstv. ráðherra ræddi við þingflokksformann Samfylkingarinnar og tjáði henni að það væri mjög mikilvægt að þetta mál kæmist á dagskrá. Þetta er mikilvægt mál. Það hafa fleiri aðilar bent okkur á að við ættum að reyna að greiða fyrir því. Þess vegna er þetta auðvitað bagalegt. Nógu lengi og oft er ég búinn að vinna og koma á byggingarstað til að vita hvað gerist ef yfirmúrarinn hringir á steypubíl og boðar allt liðið á vinnustaðinn og múrarinn lætur ekki sjá sig. Þá annaðhvort storknar steypan eða steypubíllinn fer. Hér eru 20 manns af þeim sem greiddu götu þessa afbrigðis. Ég ætla bara að þakka hinum 20 kærlega fyrir sem sáu ekki ástæðu til að koma og vera með okkur í kvöld.