146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

um fundarstjórn.

[19:50]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Mér þætti gott að heyra í þeim stjórnarliðum sem hér sitja, hvort þeim þykja þetta eðlileg vinnubrögð. Það kemur að því að þeir lenda í stjórnarandstöðu. Myndu þeir sætta sig við slík vinnubrögð? Ég bara spyr. Ég held að það myndi heyrast hljóð úr horni ef svona vinnubrögð væru viðhöfð af hendi annarra en úr þeirra eigin röðum. Ég er ansi hrædd um það. Þess vegna held ég að þeir ættu að safna í sarpinn og sýna viðbrögð við svona vinnubrögðum — það kemur að þeim að belgja sig út ef þeir verða ósáttir þegar vinstri stjórn kemst til valda. (Gripið fram í: Sem fyrst.) (Gripið fram í: Fljótt.) Sem gerist mjög fljótt miðað við það fúsk sem er í gangi hjá þessari guðsvoluðu ríkisstjórn. En af því að þetta er mikilvægt mál, en ekki nógu gott, langt í frá, vil ég bara, þar sem við veittum því brautargengi að það kæmi inn með afbrigðum, að það verði hreinlega tekið af dagskrá. (Forseti hringir.) Er það ekki rétt? Við tökum það út af dagskrá.