146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

um fundarstjórn.

[19:53]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Árið 1789, þegar stéttaþingið hittist í París, og Loðvík XVI kom og allt var að falla í ljúfa löð, og menn héldu að þetta væri að leysast, sofnaði konungurinn undir umræðum. Það þótti svo mikil óvirðing að það braust út í árás á Bastilluna, bylting, og konungurinn hætti brátt að verða konungur. Loðvík mætti þó í salinn; hann sofnaði en hann mætti þó. Mér þykir, svo að ég noti minn uppáhaldsfrasa, það þyngra en tárum taki að hæstv. ríkisstjórn, hæstv. ráðherrar virðast hafa gleymt því hvaðan þeir koma. Þetta er bara venjulegt fólk, ekki valdsmenn sem geta vaðið yfir okkur. Hingað sækja þeir vald sitt, svo að þeir muni það. Verður mönnum bara einfaldlega fyrirmunað að sýna eðlilega kurteisi (Forseti hringir.) og liðlegheit í mannlegum samskiptum ef maður sest í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar? (Forseti hringir.) Af hverju er hæstv. forseti ekki búinn að svara þeim spurningum sem til hennar er beint? Hvenær kemur ráðherra í hús? Hvaða ráðherra kemur í hús? Hvenær á að slíta fundinum?