146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

um fundarstjórn.

[19:57]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég held að það væri ágætt ef hv. þm. Svandís Svavarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttur upplýstu hugsanlega þá sem eru nýir hér í þinginu um að það kunni að hafa gerst einu sinni eða tvisvar eða kannski bara alloft að dagskrá þingsins breytist með einhverjum hætti eftir því hvenær framsögumaður máls kemst í hús. Hér eru fjöldamörg mál á dagskrá og ekkert að vanbúnaði að halda þingfundi áfram. Haldi menn (Gripið fram í.) að óveruleg breyting á dagskrá þingfundar, uppröðun dagskrárliða, sé tilefni til að efna til Bastillubyltingar, þá hafa menn misskilið hlutina eitthvað.