146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.

457. mál
[21:03]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, það eru ekki rétt vinnubrögð. Samkvæmt lögum á að fylgja kostnaðarmat með stjórnarfrumvörpum. Það er ekki flóknara en það.

Já, það eru fyrirtækin sem útvega ráðningarsamningana, vinnuskýrslurnar og launaseðlana, en þau gögn eru um starfsfólkið. Það eru persónuverndarákvæðin sem ég hef áhuga á. Hér er nefnt að verið sé að breyta því að stéttarfélög geti kallað eftir ráðningarsamningum og bætt er við vinnuskýrslum og launaseðlum. Er þetta eitthvað sem við megum þá vænta að leggist á Íslendinga líka? Ef ekki, þá af hverju erlenda starfsmenn?