146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.

457. mál
[21:30]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum svarið. Ég er sammála því að nefndin ætti að skoða frumvarpið vel, bera það saman við þá tilskipun sem stendur til að innleiða, ég velti jafnvel fyrir mér hvort starfshópurinn sem hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur lagt til að verði skipaður til að skoða hlutina í víðara samhengi ætti mögulega erindi, kannski ekki sem bein efnisbreyting á frumvarpinu heldur sem jafnvel bráðabirgðaákvæði við það þar sem í þeirri tillögu felst næsta skref. Þar erum við í rauninni ekki endilega að tala um séríslenskar lausnir, heldur gæti það verið eitthvað sem er fordæmi fyrir, ekki bara innan EES heldur jafnvel hjá Norðmönnum sem eru í sömu stöðu og við. Ég tek því undir með þingmanninum með það.