146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.

457. mál
[22:15]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er einmitt merkilegt að það er mjög lágur Gini-stuðull á Íslandi þar sem ekki er mikill margfeldismunur á milli lægstu og hæstu launa. Það er ekkert rosalega langt síðan ég var í þeim sporum að vera á lægstu launum, þannig að ég sé það bara á mínum eigin launaseðli hvað það þarf í rauninni lítið í viðbót til að ná þessu efnahagslega frelsi sem á allt að snúast um. En við náum því samt ekki af einhverjum undarlegum orsökum.

Ég hef oft orðað það á þann hátt að … datt aðeins út í seinni parti ræðunnar … við erum svo stutt frá því að vera samfélagið fyrir 100 árum síðan, en samt erum við svo (Forseti hringir.) ólíkt samfélag þó að við sem menn séum nákvæmlega eins. Það er dálítið áhugavert einmitt að mennirnir (Forseti hringir.) breytast miklu hægar en samfélagið. Alþingi er í þessum aðstæðum langt á eftir þessum heimsbreytingum sem við höfum verið að upplifa að undanförnu og (Forseti hringir.) þetta lagafrumvarp er dæmi um það einmitt hvað við erum langt á eftir í að reyna að ná (Forseti hringir.) lestinni.

(Forseti (ÞórE): Forseti vill minna hv. þingmenn á að virða ræðutíma.)