146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.

457. mál
[22:17]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt, við erum aftarlega á merinni. Það er alveg rétt sem hv. þingmaður segir, það vantar víða síðustu krónurnar. Það má ekkert út af bregða hjá stórum hluta í samfélaginu. Bíllinn má ekki bila, tönn má ekki brotna, þá er allt í uppnámi. Misskipting hefur því miður farið vaxandi hjá okkur og menn standa frammi fyrir því að geta ekki veitt börnunum sínum það sem þau þó helst vildu; tækifæri til að stunda íþróttir eða tónlistarkennslu eða annað listnám meðfram skólanum. Þetta er auðvitað ljóður á okkar annars ágæta samfélagi.

Þetta frumvarp sem við ræðum hér breytir þessu ekki, en með samstilltu átaki er hægt að breyta viðhorfunum á vinnumarkaðnum, en það þarf fyrst og fremst pólitískan vilja til þess að minnka misskiptinguna í samfélaginu en ekki auka hana eins og því miður er gert nú.