146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.

457. mál
[22:50]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður þarf í sjálfu sér ekkert að verja EES-samninginn eða samband okkar við Evrópusambandið með þessum hætti fyrir mér. Ég er býsna ánægður með það og á mínum bestu stundum vil ég jafnvel lengra. Hv. þingmaður upplýsti okkur um það að þetta væri ekki takmarkandi fyrir þær reglur sem sveitarfélög settu og hv. þingmaður hefði jafnvel getað sparað mér þrjár mínútur í ræðu ef hún hefði komið fyrr og sagt þetta svona afdráttarlaust. En takk fyrir það.

Hvað varðar spurninguna um það hvort ég vilji breyta fyrirkomulaginu, að við förum úr þessum kjarasamningsbundna farvegi, þá vil ég það ekki, nei.