146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.

457. mál
[22:52]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú þekki ég það ekki í hörgul en miðað við það sem ég hef lesið og megininntakið þá held ég að þetta sá algjört framfaraskref. Ég held að við eigum alveg örugglega að vinna með það áfram. Við sjáum svo til hvort það verður samþykkt óbreytt eða við gerum á því lítils háttar breytingar. Samhliða því þurfum við kannski að taka stærri og víðtækari skref til að tryggja réttindi launafólks og undirverktaka í landinu.