146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

stytting biðlista.

[15:10]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf):

Frú forseti. Ég vil taka það fram að við hv. þingmaður erum sammála um að fjármagn sé lykilatriði í að vinna á biðlistum í biðlistaátakinu núna sem ég hef ákveðið að fela þessum stofnunum, en einnig fyrirtækjum sem sjá um augnaðgerðir, sem eru einkarekin fyrirtæki sem sjá um augnaðgerðir almennt í heilbrigðiskerfinu, þau eru líka að taka hluta af þessu biðlistaátaki eins og var í fyrra.

Því er til að svara að ég tel að það sé ekki nógu skýrt, þ.e. krafan þegar kemur að sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu, skilgreiningin á hvað er sjúkrahús umfram hvað er veiting á sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Þetta þurfum við að skýra. Ég hef sett af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða (Forseti hringir.) það hvort endurskoða þurfi lög til að skýra þetta betur. En það er í sjálfu sér ekki bara tengt biðlistanum heldur almennt í því (Forseti hringir.) hvernig við höfum tilhögun sjúkrahúsþjónustu á Íslandi.