146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

frumvarp um tóbaksvarnir og rafrettur.

[15:36]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf):

Virðulegur forseti. Það er nú nokkuð ljóst að ráðherra getur ekki verið alls staðar í einu. Því miður berast mér mjög mörg boð á ráðstefnur, fundi, (BirgJ: … einhver úr ráðuneytinu …) alls konar fundi og viðburði sem ég get því miður ekki orðið við að vera viðstaddur alla. Ég vil ekki samþykkja að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sé einn aðili úti í bæ. Þvert á móti er hún einhver virðulegasta, sterkasta og fjölþjóðlegasta stofnunin í heilbrigðismálum sem við þekkjum og miðum við. Sömuleiðis var við undirbúning þessa frumvarps horft til reynslu og niðurstaðna heilbrigðisyfirvalda í löndunum í kringum okkur, á Norðurlöndunum meðal annars, sem eru þau lönd sem við miðum okkur hvað helst við. Ég lít svo á að mér sem ráðherra lýðheilsumála beri skylda til að (Forseti hringir.) fylgjast með lýðheilsumálum og (Gripið fram í.) bregðast við. Þess vegna og í því ljósi legg ég þetta frumvarp fyrir þingið.