146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[16:18]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að fara fram á það við hæstv. forseta að hann gæfi hæstv. fjármálaráðherra fimm mínútur aukalega til að svara, svo að hann gæti haldið áfram að ata fólk auri, gera fólki upp skoðanir og kannski á síðustu mínútunni hugsanlega hafa hlustað á þá gagnrýni sem sett var fram í þessum sal á þann samning sem hann hefur gert. Hann gæti þá kannski notað tuttugu sekúndur til að svara málefnalega þeirri gagnrýni sem hér var sett fram.