146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[16:25]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Þau orð sem hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra lét falla hér eru algjörlega óásættanleg. Ég skora á hann, eins og fleiri þingmenn, að koma hingað og biðjast afsökunar. Ég bið einnig forseta að standa nú með okkur þingmönnum. Hér óskaði hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson eftir umræðunni, bar fram spurningar, allir flokkar tóku þátt í umræðunni og við eigum rétt á að fá svör frá framkvæmdarvaldinu þegar við spyrjum. Ráðherrarnir starfa í umboði þingsins og við eigum ekki skilið að fá á okkur skítkast í lok þeirrar umræðu. Ég bið forseta að standa með þingmönnum í þessu máli og krefjast þess að ráðherrarnir hagi sér almennilega (Forseti hringir.) og komi fram við okkur af virðingu.