146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[16:29]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég tek undir að það er gersamlega óásættanlegt að í trausti þess að hafa hér síðasta orðið í umræðu, í sérstakri umræðu, skuli ráðherra leyfa sér að svara ekki einni einustu spurningu sem til hans var beint. Ekki einni. (Gripið fram í.)Ekki einni frá öllum þeim þingmönnum sem hér tóku til máls og hafa eðlilega miklar efasemdir um þennan gjörning. Það er ekki eins og hæstv. ráðherra segir, að þetta sé hafið yfir gagnrýni og rosalega faglegt og allt það. Við biðum eftir svörum, fengum engin, fengum skítkast. Ég ætla að endurtaka spurningar mínar tvær:

Býðst Reykjavíkurborg að kaupa landa Keldna, land Keldnaholts og land Úlfarsfells á Garðarbæjarkjörum? Ég óska eftir svari við þessu.

Og í öðru lagi, frú forseti: Samþykkti hæstv. heilbrigðisráðherra þennan gjörning? Var þetta lagt fyrir ríkisstjórn? Er hann samþykkur því að fórna (Forseti hringir.) framtíðaruppbyggingu í heilbrigðisþjónustu á þessu landi með þessum hætti? Það er mjög mikilvægt að það liggi fyrir.