146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagning Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands.

387. mál
[17:44]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Frú forseti. Ég kem hér til þess að lýsa yfir almennum stuðningi við að þetta mál nái fram að ganga. Ég gat því miður ekki verið viðstaddur við afgreiðslu málsins í nefnd, en þetta virðist einmitt vera mál sem nokkuð góð samstaða ríkir um hjá lífeyrissjóðnum og öllum þeim sem hafa þar hagsmuna að gæta. Ég get því tekið undir meirihlutaálitið og hlakka til þess að málið fái framgöngu.