146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

392. mál
[18:48]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki að segja að ég sé ósammála því að við þurfum að skoða lánareglurnar. Það er mjög brýnt að við förum saman í heildarendurskoðun á þeim. En í dag er munur á aðfaranámi og stúdentsprófi. Ef við ætlum að fara að breyta því núna þá erum við að gera meiri háttar breytingar á lánafyrirkomulagi Lánasjóðs íslenskra námsmanna og eru það miklu stærri breytingar en hér segir til um þar sem við erum aðeins að veita þessari framkvæmd sem er nú í gildi hjá lánasjóðnum lagastoð.

Ég er alveg opin fyrir því að við skoðum hvernig aðfaranám eigi að vera af því að það er ekki ígildi stúdentsprófs í dag. Það eru þá meiri háttar breytingar. En ég er alveg tilbúin að skoða þetta í haust í heildarendurskoðun um lánasjóðinn.