146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

umferðarlög.

307. mál
[20:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Pawel Bartoszek) (V) (andsvar):

Jæja, við getum tekið aðra umræða hér um heildstæða stefnumótun. En mig langar örlítið að bregðast við þessu með hvatann og bílastæði, greidd eða ekki. Ég hef trú á því að sú stefna Reykjavíkurborgar að rukka fólk fyrir bílastæði í miðbænum ýti undir að fólk noti frekar almenningssamgöngur. Það er ágætiságiskun hjá hv. þingmanni að það gæti farið þannig að þá myndu menn frekar vilja láta fólk rukka fyrir bílastæði. En það er, held ég, reynslan hér og alls staðar þar sem á hefur reynt að heildaráhrif slíkrar gjaldtöku séu þau að fólk ferðast frekar í strætó en þar sem slíkt er ókeypis. Þótt hugsanlega gildi einhver allt önnur lögmál þegar fólk ferðast lengri vegalengdir eða leggur í dreifbýli hef ég ekki áhyggjur af þessum þætti. Ég hef ekki áhyggjur af því að hvatinn til að græða á bílastæðum verði það mikill að hann yfirvinni hina hvatana, sem eru hvatar einstaklingsins til að ferðast milli staða með sem hagkvæmustum hætti.