146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[21:49]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að við deilum öll þeirri skoðun að það þarf að taka þetta mál föstum tökum. En ég er efins um að fangelsisvist leysi það. Ég held þvert á móti að í flestum tilfellum komi það verst út fyrir barnið. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort ekki ætti frekar að færa þetta skýrar undir barnaverndarnefndir, sem vanrækslu eins og hv. þingmaður talaði um, og styrkja þá úrræði barnaverndarnefnda um allt land. Þær hafa úrræði sem sýslumenn hafa ekki og beita þeim við vanrækslu, svo sem þegar börn eru ekki sett í skóla eða þeim ekki gefið að borða. Ég spyr hvort það sé ekki rétta leiðin fremur en að beita þessu.

Svo langar mig að spyrja aðeins út í forræði á eftir.