146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[21:52]
Horfa

Flm. (Brynjar Níelsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé ekki æskilegt og heppilegt fyrir foreldra að standa í rándýrum málaferlum ef við erum á annað borð sammála um að þetta sé brot. Það er það fyrsta sem við verðum að hugsa um. Ef við erum sammála um að þetta sé brot gegn barninu sem geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir velferð þess, alveg eins og barn er vanrækt með öðrum hætti, fari ekki í skóla, andlegum þroska þess ekki sinnt o.s.frv., bara ef það er rassskellt einu sinni. Hver er refsiramminn við því? Allt að fimm ára fangelsi. Og svo hafa menn ofboðslegar áhyggjur af því að forsjárforeldri ákveði að svipta barnið sisvona öllum samskiptum við hitt foreldrið. (Gripið fram í: Sisvona.) Jafnvel sisvona. Og svo er bara sagt: Farðu bara í mál. Eigum við að segja við barnaverndaryfirvöld í öðrum vanrækslumálum: Ja, farið þið bara í mál? Nei, barnaverndaryfirvöld verða (Forseti hringir.) að geta brugðist við þessari vanrækslu eins og allri annarri.