146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[22:11]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það getur vel verið. Ég ætla ekki að dæma um það. Það er örugglega einstaklingsbundið hvernig börn taka slíkum málum. En ég get ekki séð neinar aðstæður í þessari tegund mála þar sem barninu líður betur með að hafa foreldri í fangelsi. Ég sé ekki neinar aðstæður þar sem það hjálpar til. Ég sé hins vegar aðstæður þar sem þetta ákvæði getur verið nýtt sem þvingun til þess að koma á umgengni sem leiðir þá til þess að barn lendir í umgengni ofbeldis. Bara út af þeim forsendum gæti ég ekki séð fram á að samþykkja að fangelsisrefsing sé við þessu broti. Það er fullt af öðrum leiðum sem eru miklu mannúðlegri og barnvænni en fangelsun foreldris hvað þetta brot varðar.