146. löggjafarþing — 67. fundur,  22. maí 2017.

varamenn taka þingsæti.

[10:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá Óttari Proppé, 7. þm. Suðvest., þar sem fram kemur að hann geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Bjartrar framtíðar í kjördæminu, Karólína Helga Símonardóttir. Kjörbréf hennar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt.

Karólína Helga Símonardóttir hefur ekki tekið sæti á Alþingi áður og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Karólína Helga Símonardóttir, 7. þm. Suðvest., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]