146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

afgreiðsla meiri hluta nefndar á áfengisfrumvarpinu.

[15:09]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Ég geri mér grein fyrir því að hlutverk nefndanna er að fjalla um frumvörp og gera á þeim breytingar. En það er samt ótrúlegt þegar mál breytast þannig að úr verður eitthvað sem er algjörlega nýtt mál og hefði verið miklu gáfulegra þá að leggja fram aftur þannig að það fengið sínar þrjár umræður í þinginu. Þetta er svona svipað og ef þingflokksformaður sendi mig út í bókabúð til að kaupa heftara og ég kæmi með steypuhrærivél til baka. Ég legg til að flutningsmaður (Gripið fram í: … væri trúandi til þess. ) leggi bara nýtt mál fram í haust.