146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

afgreiðsla meiri hluta nefndar á áfengisfrumvarpinu.

[15:26]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég veit að umsagnir voru því sem næst tilbúnar í fjárlaganefnd að minnsta kosti. Það átti eftir að sameina meirihluta- og minnihlutaálitið því að þau voru mjög keimlík.

Ég fékk að spjalla aðeins við flutningsmann málsins í allsherjar- og menntamálanefnd um breytingartillögurnar áður en þær voru lagðar fram á nefndarfundinum, en ég gerði mér ekki grein fyrir því að málið yrði rifið út úr nefndinni. Mér leist ágætlega á breytingartillögurnar í sjálfu sér þótt ég gerði þá athugasemd að þær væru dálítið yfirgripsmiklar. En vegna þess hvernig málið var rifið út gerir maður sér grein fyrir því, miðað við þær umræður, að eini tilgangurinn með því að rífa málið úr nefnd eins og var gert, af því að það voru allir sammála um það í rauninni að málið myndi ekkert fara í gegnum í þingið, ekki þannig í atkvæðagreiðslu, þá væri eini tilgangurinn með að rífa svona mál út úr nefnd að sýna breytingartillögurnar. Það finnst mér vera dálítið illa farið með þinglega meðferð yfirleitt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)