146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

meðferð sakamála.

374. mál
[16:19]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Sú sem hér stendur er með á meirihlutaáliti allsherjar- og menntamálanefndar um þetta mál en hins vegar bárust okkur athugasemdir frá Persónuvernd sem við í nefndinni töldum tilefni til að taka tillit til. Munum við því kalla þetta mál aftur inn í nefnd milli 2. og 3. umr. Það er því afstaða Pírata að við sitjum hjá við atkvæðagreiðslu þessa en munum greiða atkvæði með málinu þegar athugasemdir Persónuverndar hafa verið teknar fyllilega til greina sem mér skilst að standi til milli 2. og 3. umr.