146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

umferðarlög.

307. mál
[16:34]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Að mörgu ber að huga við samþykkt þessa frumvarps. Það er margt gott í því og það tekur á ýmsum málefnum sem allt of lengi hafa legið óbætt hjá garði. Hins vegar eru hér margar hættur sem varast þarf. Þetta má ekki verða til þess að hæstv. ríkisstjórn eða stjórnarmeirihluti líti svo á að fjárþörf sveitarfélaganna hafi verið uppfyllt með þessu frumvarpi. Það eru ákveðin hættumerki uppi um að bílastæðagjöld eigi að nota á annan hátt en til uppbyggingar þeirrar þjónustu sem þau eiga að standa undir. Því miður skortir á heildstæða stefnumörkun hjá stjórnvöldum þegar kemur að þessum málaflokki, eins og birtist okkur í umræðum hér fyrr í dag. Minni hluti nefndarinnar skilað séráliti. Við í Vinstri grænum munum ekki leggjast gegn samþykkt þessa frumvarps og sitjum hjá.