146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[11:49]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri það einmitt í nefndaráliti mínu þar sem ég tek saman þau málefnasvið sem heyra undir heilbrigðisþjónustu. Þar tel ég 17,9% hækkun, þá með stofnkostnaði. Það ber ég saman við COFOG-staðal Sameinuðu þjóðanna þar sem hefur verið safnað saman í fjárlögum undanfarinna ára. Ef ég ber saman sama tímabil frá árinu 2000 til 2008, sama tímabil sem sagt, er hækkunin þar 25,9%, 26%, 20,3% og 8,6% eða að meðaltali 22,7% sem er mun hærra en þessi tæpu 18%.

Það sem mig langar til að spyrja, líka til að fá alveg algerlega á tært: Hérna er þessi tillaga um breytingu á virðisaukaskatti. Það er samt verið að halda í þá tillögu að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna hækki en þá bara um áramótin, ekki um mitt ár.