146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[11:50]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aftur bið ég hv. þingmann að lesa það sem við höfum greint sérstaklega í nefndaráliti okkar og taka fleiri liði með eins og heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 27% hækkun. (BLG: Ég gerði það.) Lyf og lækningavörur, 53,8%. (Gripið fram í.) Við verðum að skoða þetta í heildarsamhengi. Ég held að það sé niðurstaða okkar að við getum ekki sagt: Ja, þetta er vonlaust af því að það er bara 7,7% á einum stað, heldur tökum þetta í heild sinni.

Það sem bíður fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fjárlagagerð er að endurmeta tekjupóstana sem ríkissjóður hefur. Ef ríkissjóður hefur færi á að falla frá breytingum á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á miðju ári vegna þess einfaldlega að meiri fjármunir eru í kerfinu þá er það ein aðferð. Ég vek líka athygli á að við erum heldur ekki í okkar afgreiðslu að falla frá þeirri ætlun okkar að lækka virðisaukaskatt, efra þrep virðisaukaskatts, sem mun þá gagnast flestum ef ekki öllum í landinu.