146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:02]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ekki nema von að hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir spyrji að þessu. Þegar illa gengur er ekki til peningur fyrir einu eða neinu, en þegar vel gengur þarf maður að passa þensluna svo þetta springi ekki í loft upp. Það er vandlifað.

Eins og fram kom í ræðu minni áðan, í umræðum innan nefndarinnar og líka hjá umsjónaraðilum, þá er framkvæmdastigið ekkert allt of hátt alls staðar á landinu. Það sem við í Framsókn bendum á er að liggja þurfi til grundvallar greining á mismunandi stöðu eftir landshlutum — og þar liggur hundurinn grafinn. Eins og Samtök iðnaðarins bentu á er framkvæmdastig lágt varðandi jarðvinnu og virkjunarframkvæmdir. Við getum svo sannarlega farið í verkefni víða á landinu, nauðsynleg verkefni sem bíða okkar.