146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:07]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki alveg hvað skal segja, hversu djúpt ég get farið í útfærslu á þessari skattheimtu. En nú er komið fram frumvarp frá hv. þm. Sigurði Inga Jóhannssyni varðandi komugjöld. Þar er í greinargerð farið ágætlega yfir það hvernig við sjáum álagningu komugjalds og útfærslu þess. Við sjáum lýðheilsuskattinn þannig fyrir okkur að hann verði lagður á sykur og að þær tekjur sem af honum kæmu færu til dæmis í að efla heilbrigðisþjónustu og sérstaklega tannlæknaþjónustu fyrir aldraða, þ.e. að það sé ákveðinn tilgangur og ákveðin sýn fyrir slíka skattheimtu.

Eins og ég sagði áðan viljum við draga úr aðhaldskröfunni. Það myndi skila okkur mjög mörgum milljörðum, nauðsynlegum milljörðum, sem við gætum notað til uppbyggingar á innviðum sem eru margir hverjir orðnir mjög veikir.