146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:14]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er það ekki bara stjórn spítalans sem varar við þessu. Það er helsti eftirlitsaðili okkar, fageftirlitsaðili gagnvart heilbrigðiskerfinu, landlæknir sem bendir á þetta. Öll rauð flögg ættu að fara upp þegar landlæknir segir að öryggi sjúklinga sé ógnað.

Ég vil líka ítreka að ég sé ákveðið misræmi milli þess hvernig Alþingi afgreiðir samgönguáætlun sem er ófjármögnuð og svo gerum við fjármálaáætlun sem uppfyllir kannski eða fjármagnar samgönguáætlun, gerir það ekki í þessu tilviki. Hvernig getum við látið þetta virka betur saman? Ætti samgönguáætlun í rauninni ekki að vera hluti af fjármálaáætlunarferlinu þar sem við getum ákveðið hversu mikið af samgönguáætlun við fjármögnum og það sé upplýstari partur af vinnunni við fjármálaáætlun?