146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:05]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þó að ég sé sammála því markmiði að greiða niður skuldir og að það sé mikilvægt fyrir okkur að laga þá stöðu sem við erum í og hafa borð fyrir báru til að bregðast við þeim vanda sem óhjákvæmilega mun koma, þó ekki sé nema ef við horfum á gjaldmiðilinn sem við búum við og sveiflast og kostnaðurinn með fyrir fólkið í landinu, þá er það þannig í ríkisfjármálaáætluninni að þegar kemur að umsögnum og útskýringum á því hvernig eigi að fara að því að greiða niður skuldir er gegnsæið ekki mikið, ekki frekar en annars staðar. Það er talað um sölu eigna en söluverðmætið er óvíst. Það er talað um allar einskiptisaðgerðir sem við vitum ekki hvað eru miklar. Ég tek undir það sem ég held að hv. þingmaður sé að ýja að, að gegnsæi hvað þetta varðar sé ekki (Forseti hringir.) þarna frekar en á öðrum stöðum í áætlun ríkisstjórnarinnar.